137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins.

89. mál
[14:18]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil gera grein fyrir því að við í minni hluta allsherjarnefndar, ég og hv. þingmenn Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, teljum að þetta frumvarp sé ekki fært til þess að afgreiða það hér frá þinginu. Við höfum óskað eftir því að málið verði tekið aftur til nefndar milli 2. og 3. umr. en varðandi atkvæðagreiðsluna í dag munum við væntanlega láta í ljós afstöðu okkar til einstakra greina eftir því sem þær liggja fyrir en tökum hins vegar fram að við vonumst til þess að hægt verði að gera breytingar á þessu máli milli 2. og 3. umr.