137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins.

89. mál
[14:27]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. 77. greinin kveður á um að eignarhald Matvælastofnunar Íslands færist yfir til fjármálaráðuneytis. Meiri hluti allsherjarnefndar á áliti sem ég hef skrifað undir með fyrirvara hefur komið með breytingartillögu um að sú grein falli brott. Fyrirvari minn felur í sér að ég er ekki sammála því, því að hér eru röksemdirnar þær að af fjárhagsástæðum kunni að koma til skipulagsbreytinga í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og þá muni matvælarannsóknir geta orðið órjúfanlegur hluti af þeirri leið sem valin verður. Ég tel þetta eiga við um flestar stofnanir í íslensku stjórnkerfi við núverandi aðstæður í ríkisfjármálum og finnst þetta því engin sérstök rök. Ég tel þetta stangast á við eigendastefnu ríkisstjórnarinnar um að eignarhald opinberra fyrirtækja færist undir fjármálaráðuneytið til þess að gera ríkið að ábyrgari eiganda.

Ég mun því ekki greiða atkvæði um þessa breytingartillögu.