137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

kjararáð o.fl.

114. mál
[18:20]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er, eins og kom fram hjá hv. þm. Helga Hjörvar, um að ræða mál um kjararáð. Það kom fram í umræðum um málið að allir eru tilbúnir í það verkefni og verður gengið í það að lækka laun þeirra hæst launuðu hjá hinu opinbera. Hins vegar hefur berlega komið fram að hér er um meingallað mál að ræða og er alveg ljóst að þetta hefur fyrst og fremst áróðurslegt gildi en ekki raunverulegt gildi til að hjálpa okkur við það verkefni sem fram undan er. Þess vegna er ekki nokkur leið, virðulegi forseti, að styðja þetta frumvarp og mun ég ekki gera það.