137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

samningar um gagnkvæma vernd fjárfestinga.

123. mál
[14:10]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að ræða mjög áhugaverða nálgun á atvinnumálum og ég vil koma inn á mikilvægi þess að hæstv. utanríkisráðherra líti vel til þessa máls sérstaklega. Í ljósi þeirra atburða sem hér hafa orðið má segja að virðing og traust gagnvart Íslandi hafi rýrnað og að því leyti sé ólíklegra að fyrirtæki erlendis séu tilbúin að líta hingað til aukinnar uppbyggingar atvinnustarfsemi. Það gæti verið liður í því að auka traust fyrirtækja og líta til okkar vegna þess að þrátt fyrir að atvinnustefna þessarar hæstv. ríkisstjórnar sé með þeim hætti að ekki sé mikils að vænta. Eins og fram kom áðan í umræðunni eru það frjálsar strandveiðar og annar smáiðnaður sem er á þeirra dagskrá en þetta gæti kannski liðkað fyrir því að hér væru aðilar sem væru tilbúnir að koma og horfa til stærri uppbyggingar atvinnulífsins (Forseti hringir.) með því að nýta náttúruauðlindir til eflingar frekari stóriðju og virkjunarframkvæmda.