137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

Háskólinn á Akureyri.

61. mál
[14:58]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég fagna þessari fyrirspurn hv. þm. Birkis Jóns Jónssonar, í þessu efni erum við algerir samherjar (BJJ: Eins og í mörgu öðru.) — eins og í mörgu öðru. Ég túlka þetta svar hæstv. ráðherra Katrínar Jakobsdóttur sem svo að hún vilji standa vörð um sjálfstæði Háskólans á Akureyri.

Örstutt um þetta. Stærsta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er að troða stjórnsýslunni á einn stað. Við verðum að vinda ofan af þeirri vitleysu og færa sjálfstæðar stofnanir út um allt land. Ein best heppnaða byggðaaðgerð í sögu þjóðarinnar er Háskólinn á Akureyri með 190 föst stöðugildi, 1.500 nemendur, þar af þriðjung í fjarnámi. Það væri ömurlegur vitnisburður um núverandi ríkisstjórn ef hún hvikaði frá sjálfstæði Háskólans á Akureyri.