137. löggjafarþing — 51. fundur,  13. ág. 2009.

útflutningsálag á fiski.

[10:55]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson spyr hvort lagt verði á útflutningsálag og þá álag á útfluttan gámafisk. Það er eitt af því sem ráðherra hefur heimild til samkvæmt lögum ef þau markmið nást ekki um að (Gripið fram í.) auka fullvinnslu á fiski hérlendis. Ég benti á hvernig þessi þróun hefur verið undanfarin ár og þegar kvótaálaginu var aflétt að mig minnir 2003 tók útflutningur á gámafiski verulegt stökk. (Gripið fram í: Kom þetta ekki fram í gær?) Jú, frú forseti, þetta kom fram í gær, það er alveg hárrétt, en það er eins og hv. þingmaður hafi ekki heyrt það.

Markmiðið sem sett er í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er að auka fiskvinnslu hér á landi og draga úr útflutningi á gámafiski. Þetta er ein af heimildunum sem ráðherra hefur og hann er að skoða hvort þeim verði beitt ásamt öðrum sem lögin heimila.