137. löggjafarþing — 51. fundur,  13. ág. 2009.

barnaverndarmál.

[11:04]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessi góðu orð. Það mun ekki standa á ráðuneytinu að taka á þessum málum með skipulegum og öguðum hætti. Af hálfu Barnaverndarstofu er núna verið að ljúka athugun hjá öllum barnaverndaryfirvöldum á landinu og ég á von á skýrslu strax í næstu viku um niðurstöðu hennar. Við erum síðan að reyna að finna leiðir til þess að bregðast við erfiðleikum varðandi andfélagslega hegðun líka meðal unglinga sem ekki eru komnir á sakhæfisaldur. Við erum að skoða hvað hægt er að gera þar og vonumst til að koma með tillögur um úrbætur þar um á næstu vikum. Við viljum líka að tengja betur saman starf allra þeirra aðila sem eru að vinna að barnaverndarmálunum og þar er velferðarvaktin og sá samráðsvettvangur sem hún er algjörlega ómissandi við þær erfiðu aðstæður sem fram undan eru.