137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[09:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að mér sé óhætt að svara þessari síðustu spurningu: Það eru fyrirvararnir sem ganga lengra. Alþingi setur fyrirvara og viðmið. Alþingi mun fjalla um það ef ekki næst samkomulag um hvað á að gera í þeirri stöðu og ákveður hvort ábyrgðin fellur niður í samræmi við ákvæði samningsins. Þetta á að vera mjög skýrt. Við teljum að það sé gert með þeim hætti, með því að veita aðilum aðkomu að því að ræða málin, að þetta eigi ekki að þurfa að hleypa málinu í loft upp. Það er kannski önnur meginforsendan en það er alveg klárt að fyrirvararnir eru settir til að þeir haldi.