137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[12:21]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég gat þess að hér værum við að afgreiða ríkisábyrgðina. Það sem ég sagði um þetta mál er einfaldlega það sem kemur m.a. skýrt fram í breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar. Þar segir í 1. gr., með leyfi forseta:

„Ríkisábyrgðin afmarkast að öðru leyti af ákvæðum samninganna og fyrirvörum þeim sem koma fram í lögum þessum. Fyrirvararnir eru óaðskiljanlegur hluti ríkisábyrgðarinnar.“

Þannig lít ég á málið og þarf ekki að bæta frekar við það sem ég sagði hér áðan.