137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[12:27]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það hefur komið fram í máli mínu og formanns fjárlaganefndar og á vettvangi fjárlaganefndar að það er samstaða um að málið komi til umfjöllunar í fjárlaganefnd á milli 2. og 3. umr. Þar gefst tækifæri til þess að ræða álitamál sem uppi kunna að vera og menn vilja ræða frekar. Ég legg hins vegar áherslu á að það er breið pólitísk sátt um þær breytingartillögur sem fyrir liggja og mér finnst mikilvægt að henni verði haldið í gegnum málið allt. Það breytir ekki því að fjárlaganefnd á að taka til umfjöllunar þau álitaefni sem nefndarmenn telja mikilvægt að skoða sérstaklega á milli 2. og 3. umr. og við það verður að sjálfsögðu staðið.