137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:06]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég hyggst ekki gera það. Tryggingarsjóður innstæðueigenda viðurkenndi greiðsluskyldu sína á lágmarksupphæðunum í októbermánuði sl. Síðan varð niðurstaðan sú að semja um upphaf vaxtareiknings um áramót. Það var farið bil beggja í þeim efnum. Þetta var sú niðurstaða sem náðist í samningunum og ég held að fyrir henni standi rök og hluti af heildarniðurstöðu málsins hafi náðst fram. Ég tel því að engin efni séu til þess að taka þetta eina atriði sérstaklega út auk þess sem það væri þá bein tilraun til breytinga á samningsniðurstöðunni sem augljóslega væri erfitt að útskýra hvernig ætti að fóðra.