137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:50]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka spurningu mína til hæstv. forsætisráðherra varðandi það hvaða ástæður liggja til þess skilnings hennar á áhrifum þeirra fyrirvara og skilyrða sem meiri hluti fjárlaganefndar hefur sett fram í breytingartillögu. Hæstv. forsætisráðherra upplýsti að hún hefði orð embættismanna fyrir sér og ég spyr: Hefur hæstv. forsætisráðherra rætt við þjóðarleiðtoga og spurt þá þessara spurninga?

Hin spurningin sem ég er með lýtur að skilningi hæstv. forsætisráðherra á ákvæðum efnahagslegu fyrirvaranna. Ég spyr hæstv. forsætisráðherra að því hvort hún líti ekki þannig á að ríkisábyrgðin falli niður þegar gildistíma samninganna lýkur árið 2024.