137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:36]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir tilfinningaþrungna og góða ræðu eins og hann flytur vanalega í þessum sölum.

Mig langar aðeins til að spyrja hv. þingmann um ábyrgð Framsóknarflokksins, hvort það geti verið að Framsóknarflokkurinn beri jafnvel einhverja ábyrgð á þessum samningum. Röksemdafærslan er sú að minnihlutastjórnin lagði upp í þessa vegferð með stuðningi og fulltingi Framsóknarflokksins. (Gripið fram í: Sjálfstæðisflokkurinn …) Röksemdafærslan í mínum huga hnígur þó nokkuð í þá átt að Framsóknarflokkurinn eigi kannski eitthvað í þessum samningi. Má ég biðja hv. þingmann um að svara þessum hræðilegu ásökunum?