137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:41]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Allt kom þetta nú til af illri nauðsyn. Ég er dálítið hræddur um að hv. þingmaður sé búinn að gleyma því hvernig ástandið var hérna. Ekki hefði verið betra að það héldi áfram eins og það var. Þessi ógurlega sósíalistastjórn sem við sitjum uppi með kom þó á ró í landinu í smátíma, sem stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafði því miður algjörlega misst úr höndunum.

Hins vegar er ekki rétt að tala um að þetta hafi verið tilraunastarfsemi. Það lá alveg ljóst fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu, ég gerði mér alveg grein fyrir því. Þetta var forvarnastarfsemi.