137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:55]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ágætt sé að það sé upplýst því að það skiptir máli. Við erum að vinna að gríðarstóru máli við þessar aðstæður. Ég vil líka segja, af því að ég hef örlítið meiri þingreynslu en hv. þingmaður, að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þetta er ekki eins og stjórnmál eiga að vera og þetta er ekki eins og stjórnmál hafa verið. Það er sérkennilegt, af því að maður er búinn að standa í þessu í einhvern tíma, að maður veit ekki einu sinni hvernig dagurinn lítur út, látum vera vikuna. Enginn er svo bjartsýnn að fá að vita hvað þingið á að standa lengi. Það er bara barnaskapur miðað við núverandi aðstæður.

En stóra málið og það sem veldur mér áhyggjum, eitt af mörgu, er þegar menn vinna við slíkar aðstæður á þessum hraða. Fram hefur komið að þeir aðilar sem bera hitann og þungann af þessu væru meira og minna lítt sofnir en vinna þetta á nóttunni á síðustu stundu. Það er ávísun á að menn geri mistök.