137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:05]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið svo langt sem það nær. Nú fjallar þetta frumvarp um ríkisábyrgð á samningnum, það fjallar í raun ekki um samninginn sjálfan þannig að við erum ekki að ræða hann heldur þá ríkisábyrgð sem verið að biðja Alþingi um að veita til þess að hægt sé að standa straum af þeim greiðslum sem fyrirhugaðar eru í þessum ágæta samningi. Fáist ekki, eins og hv. þingmaður ræðir um, að fyrirvararnir fari inn í samninginn sjálfan — sem ég tel að sé ómögulegt vegna þess að ekki er verið að ræða hann sem slíkan heldur ríkisábyrgðina á honum — hvað verður þá um afstöðu Borgarahreyfingarinnar og hver eru nú tengsl ESB og Icesave-samningsins eins og hv. þingmaður nefndi í upphafi máls síns?