137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:08]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki einungis hefur allur réttur verið saminn af íslensku þjóðinni heldur eru ákvæði í samningnum sem hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir las upp þar sem einnig er sett á okkur skaðabótakrafa ef við getum ekki staðið í skilum með til dæmis þetta sem lesið var upp. Ef íslenska ríkið getur ekki staðið við þessar skuldbindingar sínar og það verður greiðslufall af einhverjum völdum verðum við skaðabótaskyld gagnvart lánveitendum okkar, sem eru í þessu tilfelli Bretar og Hollendingar. Því miður er ekki bara búið að binda okkur upp í tré einu sinni heldur tvisvar, þrisvar því að þegar skaðabótakröfuákvæði eru komin inn í lög sem þessi verða þau tafarlaust virk.