137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:36]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Guðlaugi Þór fyrir spurningarnar.

Hann spyr um ástæðuna til að breyta samningnum. Ég tel að við séum ekki að breyta honum. Ég lít svo á að við séum að styrkja ákvæðin sem þar eru undir og hlustaði þar á ansi marga lögfræðinga segja okkur að þeir teldu ekki, eins og hér hefur verið haldið fram, að verið væri að fella samninginn heldur sé verið að styrkja þar ákveðin lagaákvæði og þau rúmist þar inni.

Varðandi aðra spurninguna um EES þá ætla ég að játa það að ég get ekki svarað henni af því að ég hef ekki kynnt mér það hvort það sé eina leiðin en ég tel það alls ekki vera einu leiðina, af því að ég lít svo á að alltaf séu fleiri en ein leið í málum yfirleitt.

Um afstöðu til lána vinaþjóða segi ég: Er eðlilegt að þjóð sem segir að hún ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar sé lánað? Ég lít ekki svo á. Þess vegna skil ég vel afstöðu þeirra.

(Forseti (ÁRJ): Forseti vill minna þingmenn á að nefna hv. þingmenn fullu nafni.)