137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:39]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni spurningarnar. Hvað varðar fyrri spurninguna um að taka tillit til aðstæðna, þ.e. samningsins eða þingsályktunarinnar, er væntanlega átt við, sem gerð var hér í haust, þá lít ég svo á að það sem við erum að fjalla um í dag nái yfir það, já, ég geri það. Þess vegna er ég tilbúin til þess að fallast á hann með þeim skilmálum og því sem hér er lagt til, þ.e. þeim breytingum til að styrkja hann enn frekar og ég tel að með því séum við að verja stöðu okkar enn betur.

Varðandi seinni spurninguna bið ég hv. þingmann um að endurtaka hana af því að ég náði henni ekki.