137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[20:26]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður spyr hvernig ég geti komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um gagntilboð að ræða þegar settir eru fyrirvarar við ríkisábyrgðinni. Ástæðan er sú að við ætlum að standa við lánasamningana en við setjum fyrirvara til þess að dreifa áhættunni af þeirri óvissu sem ríkir um efnahagsástandið og endurheimtur á eignum Landsbankans. Ég get því ekki séð að um sé að ræða gagntilboð þar sem við ætlum að standa við þessar skuldbindingar.