137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[21:59]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Það hafa komið mjög misvísandi skilaboð frá sérfræðingum þessarar þjóðar og erlendis líka. Ég er raunsæ manneskja og tek ekki öllu sem nýju neti þó að það standi í frumvarpi ríkisstjórnarflokkanna sem hafa það eitt að markmiði sínu að koma okkur sem fyrst inn í ESB.

Segjum sem svo að þessi samningur verði samþykktur á Alþingi, þá er það allt upp í 1.000 milljarða skuldbinding sem íslenska ríkið tekur á sig sem undir standa 70–80 þúsund vinnufærir menn því að þeir sem eru á almenna vinnumarkaðnum eru í raun og veru að vinna fyrir sköttum sem fara í að greiða opinberum starfsmönnum laun og annað. Þetta er meðalstórt fyrirtæki í Bandaríkjunum. Telur þingmaðurinn virkilega að við verðum ekki í vandræðum með að borga þessa skuldir og telur þingmaðurinn ekki að það sé hætta á greiðslufalli á þessum sjö ára tíma sem við erum í skjóli?