137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:00]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir segir, það berast misvísandi skilaboð úr ýmsum áttum varðandi þetta mál. Við erum í fordæmislausum aðstæðum. Við vitum ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér og það eina sem við í raun og veru getum gert í þeirri stöðu sem við erum í núna er (Gripið fram í: Að skrifa undir samning.) að halda í það vonarljós sem við höfum. Já, að reyna að taka til eftir okkur þá óreiðu sem varð hér með bankahruninu og reyna að koma hér á eðlilegum skilyrðum í samskiptum og viðskiptum við aðrar þjóðir. Ég held að það sé búið að vinna þennan samning eins vel og hægt er og að vinnan við þessa fyrirvara sé unnin að ráði bestu sérfræðinga. Þó að sumar upplýsingar hafi verið misvísandi hefur verið lögð virkilega mikil vinna bæði í fyrirvarana og (Forseti hringir.) samninginn. (Gripið fram í.) Ég ætla að leyfa mér að horfa á glasið hálffullt núna og horfa á ljós vonar. Takk.