137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:02]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að biðja hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur að hafa rétt eftir mér og ég ætla að endurtaka það sem ég sagði um meinsemdina.

„Meinsemdir þær sem ollu bankahruninu eru enn til staðar í íslensku samfélagi og það mun sjálfsagt taka ár og áratugi að vinna bug á þeim.“ (Gripið fram í: Reglur Evrópusambandsins.)

Við sjáum þær meinsemdir í ósanngjörnu og græðgisvæddu kvótakerfi. (Gripið fram í.)

Við sjáum þær í þvermóðsku fjármálastofnana við að veita upplýsingar. Við sjáum þær í fáránlegum kröfum um bónusgreiðslur og við sjáum þær í afskriftum hárra skulda gagnvart útvöldum á meðan fjölskyldur eru að bugast.“ (Gripið fram í: Er ekki Samfylkingin …)

Þetta voru orð mín, hv. þingmaður. (Gripið fram í.) Ég ítreka það sem ég sagði áður og fagna þessu tilefni til að (Gripið fram í.) geta sagt að frjálshyggjan í íslensku samfélagi er meinsemd.