137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:03]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég spyr hv. þingmann enn og aftur: Ber Samfylkingin, með viðskiptaráðherra í ríkisstjórn frá 25. maí 2007 til 1. febrúar 2009, enga ábyrgð á gjörðum þeirrar ríkisstjórnar? Ber Samfylkingin ekki ábyrgð á því að hafa skipað Jón Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans, formann Fjármálaeftirlitsins? Ber Samfylkingin enga ábyrgð á því stjórnarsamstarfi sem fór fram frá maí 2007 til 1. febrúar 2009? Ætlar Samfylkingin kannski héðan í frá sem hingað til að firra sig ábyrgð og varpa allri ábyrgð á gjörðum þeirra ríkisstjórna og stjórna sem hún er í á samstarfsflokkinn vegna þess að hún er eins og heilög kýr?