137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:08]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt að Samfylkingin var illu heilli í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum um tíma, það fór ekki vel. (Gripið fram í: Hún viðurkennir það.) Við búum við það stjórnkerfi hér að við höfum aldrei getað myndað eins og tveggja flokka ríkisstjórnir fyrr en núna þegar þessi ríkisstjórn varð að veruleika eftir síðustu kosningar. (Gripið fram í.) Ég biðst afsökunar, við höfum aldrei getað myndað ríkisstjórn með hreinan meiri hluta tveggja flokka. (Gripið fram í: Nú?) (Gripið fram í.) Tveggja — ég meina það. Það er alveg búið að taka mig úr sambandi. (Gripið fram í.) Við höfum yfirleitt þurft að búa við fjölflokkaríkisstjórnir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem betur fer aldrei náð hreinum meiri hluta til að mynda ríkisstjórn eða að vera ríkisstjórnarflokkur einn og sér þannig (Forseti hringir.) að hann hefur náttúrlega haft aðra flokka með sér. (Forseti hringir.)

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum 18 árum stýrt þessum dansleik, barið bumburnar (Forseti hringir.) og innleitt frjálshyggjuaðferðir með einkavæðingu bankanna og þeirri hugmyndafræði (Forseti hringir.) sem hefur komið landinu í algjört þrot. (Gripið fram í.) Það er bara staðreynd þessa máls. [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um ró í salnum og að gefa ræðumönnum tóm til að svara.)