137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:15]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykja 25 milljarðar býsna miklir peningar, það er hægt að gera mikið fyrir 25 milljarða og mér finnst leitt að hv. þingmaður skuli þynna þessa umræðu með þeim hætti sem hann gerði. Það munar u.þ.b. 25 milljörðum hvort við borgum vexti af þessum ógnarupphæðum frá áramótum eða frá undirritun samningsins, eða þegar samningurinn tekur gildi — 27. júlí, held ég það sé. Það munar þessari upphæð og það eru engir smáaurar.

Ég endurtek spurningu mína hvort henni þyki þetta eðlilegt.

Mig langar, fyrst ég er hérna, að spyrja hv. þingmann, af því að hún nefndi áðan niðurfellingu skulda hjá eignamönnum, hvort hún sé sammála því að nú sé komið að því að fella niður skuldir, t.d. húsnæðisskuldir heimilanna að einhverju marki.