137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[23:16]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Erni Rúnarssyni fyrir mikla eldmessu svo seint um kvöld. Þetta var hressandi. Í henni talaði hann um mistök valdsins og hörmungarkafla í sögu þjóðarinnar. Hv. þingmaður er mikið fyrir að fara aftur á bak í tímann. Þá skulum við bara fara með þingmanninum aftur á bak í tímann, aftur til ársins 1994 þegar Alþýðuflokkurinn sálugi, sem Samfylkingin er afsprengi af, sat í ríkisstjórn og innleiddi EES-samninginn sem er ástæða þess að við þurftum að innleiða þessa hörmungartilskipun sem er núna búin að koma okkur á kaldan klaka.

Áttar hv. þingmaður sig á því?

Því spyr ég hann í framhaldi af þessu, úr því að við erum hér í antikumræðu um hverjum er um að kenna: Treystir hann því og stendur hann við hliðina á ríkisstjórn sinni með það að samþykkja þessa hörmungarsamninga (Forseti hringir.) og þessa ríkisábyrgð sem samningunum fylgja?