137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:24]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki miklu við þetta að bæta frá því sem ég sagði áðan. Hafi þessi tími orðið til þess að samstaða náðist um málið var honum bara vel varið. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að ég hef ekki séð þau gögn sem hafa breytt málinu á þessum mánaðartíma. Það er nákvæmlega á sama stað hvað það varðar, en samstaðan er komin og því fagna ég. Ef hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja eigna sér þann heiður að þeir hafi náð samstöðu á Alþingi um Icesave-málið mega þeir eiga hann.