137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:26]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki ætla ég svo sem að tjá mig um það hvað er kristaltært í huga hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar hvað minn skilning varðar á þessu máli en hann er samt þessi, sama hvað honum finnst um það. Þetta er minn skilningur á málinu. (Gripið fram í: Hver?) Enn þá stendur það í frumvarpinu — þrátt fyrir meðferð fjárlaganefndar — að ríkisábyrgðin nái til höfuðstóls þeirra lána sem hér um ræðir eins og hann verður þegar kemur að 1. gjalddaga auk vaxta. Það hefur ekkert breyst.