137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:30]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það virðist hafa farið í taugarnar á einhverjum þingmönnum sjálfstæðismanna að ég skyldi hafa farið út á sjó að veiða fisk, eins og þeir segja. Ég ætla ekkert að biðjast afsökunar á því samt sem áður, (Gripið fram í.) en það er bara eitt af því sem ég þurfti að gera til að sinna skyldum mínum, bæði gagnvart mínum fyrrum atvinnurekendum og öðrum. Það ætla ég bara að gera. (REÁ: Þetta kallar hann víst að forgangsraða.) Mér er eiginlega bara nokk sama hvað hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur finnst um það hvers konar forgangsröðun þetta er, en þetta var eitt af því sem ég þurfti að gera og gerði, og stóð við það.

Í 2. gr. breytingartillagnanna segir:

„Verði greiðslubyrði lánasamninganna meiri en nemur hámarki skv. 3. mgr. skulu teknar upp viðræður við aðila lánasamninganna um áhrif þess á samningana …“ — Skulu teknar upp viðræður, það er bara hið eðlilegasta mál.