137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:34]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir hans orð í ágætri ræðu. Ég finn á þingmanninum að honum þykir þungt að samþykkja Icesave-samningana en ég gat ekki betur skilið hann en svo að hann vildi ganga aðeins lengra í þeim fyrirvörum sem þegar hafa verið lagðir fram. Ég vil því spyrja hann vegna þess að þó að við framsóknarmenn leggjum höfuðáherslu á að málinu verði vísað frá og samið að nýju eins og færustu lögmenn og erlendir sérfræðingar hafa ráðlagt, þá langar mig að spyrja þingmanninn hvort hann hafi kynnt sér breytingartillögur okkar. Ég hef einnig verið í sambandi við Stefán Má og Ragnar Hall af því að hann nefndi þá í ræðu sinni áðan og spyrja hann hvort hann vilji ekki kynna sér breytingartillögur okkar með jákvæðum huga og þá hugsanlega fallast á þær ef þær eru honum að skapi.