137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:35]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ósammála því að þessu máli verði vísað frá, það er mitt mat, hv. þm. Höskuldur Þórhallsson, það er mitt mat. Ég byggi það mat á sömu sjónarmiðum og ég flutti fram gagnvart neyðarkostunum. Ég hygg að það setji málið í uppnám og muni standa björgunarstarfi okkar verulega fyrir þrifum. Það er mitt mat en aðrir kunna að vera ósammála því.

Hvað spurninguna varðar hvort ég hafi kynnt mér breytingartillögu framsóknarmanna þá hef ég ekki gert það í þaula, það skal sagt hér og nú en ég mun gera það milli umræðna og allt sem gerir þessa fyrirvara betri án þess að kollvarpa samningnum kemur auðvitað til skoðunar. Ég hef stundum sagt það í þessum ræðustól að mér er sama hvaðan gott kemur.