137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:47]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hélt að hér væri til umræðu frumvarp um ríkisábyrgð, ekki um samning. Ég tel að rúmist fullkomlega innan samningsins sem gerður var að setja fyrirvara við ríkisábyrgðina sem sjálfstætt atriði. Ríkissjóður er ekki beinn samningsaðili í þessu máli heldur kemur inn sem ábyrgðaraðili. Samningurinn er milli Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og hollenska og breska ríkisins.