137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:55]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir ræðuna. Hann hefur verið einn þriggja formanna sem hefur komið að vinnunni við Icesave-málið sem formaður efnahags- og skattanefndar. Í ræðu sinni notaði hann m.a. orðin ítarleg og vönduð um vinnuna. Ég mundi gjarnan vilja fá að heyra aðeins nánar frá formanninum hver hafi verið aðkoma hv. þingmanns að tvennu, annars vegar því að fá úttektina hjá Hagfræðistofnun á umsögn Seðlabankans og forsendunum fyrir greiðslugetu þjóðarbúsins og hver var aðkoman að hinum efnahagslegu viðmiðum sem eru í breytingartillögum meiri hlutans.