137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:00]
Horfa

Þór Saari (Bhr) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er að áliti margra beinlínis á verksviði efnahags- og skattanefndar, sérstaklega með tilliti til þeirrar sérfræðiþekkingar sem þar er til reiðu, að þessir efnahagslegu fyrirvarar hefðu verið unnir þar. Ég tel og taldi í áliti mínu að málið hefði verið tekið út úr nefndinni í ósætti og ótímabært og legg til að þau vinnubrögð verði höfð til hliðsjónar í framtíðinni í vinnu nefndarinnar. Ég bíð svo áhugasamur eftir svörum hv. þingmanns við seinni spurningu minni.