137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:05]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sammála hv. þingmanni hvað það varðar að að sjálfsögðu berum við ábyrgð og þurfum að axla hana en við þurfum ekki að láta rétta okkur hvað sem er og segja já við því. Því vil ég ítreka spurningu sem fram kom hjá hv. 9. þm. Suðvest., Þór Saari, um það hvort hv. þingmaður, sem er formaður efnahags- og skattanefndar, gæti fallist á að þessir fyrirvarar með ríkisábyrgðinni, og að ríkisábyrgðin þá verði ekki gild fyrr en úr því hefur verið skorið klárt og kvitt og að enginn vafi leiki á um réttaróvissu eða réttarstöðuna, að það verði úr því skorið hver er skoðun viðsemjenda okkar á þessum fyrirvörum þannig að allri — og ég ítreka allri — réttaróvissu verði eytt áður en Alþingi ákveður að samþykkja það sem hér liggur fyrir.

Miðað við það sem fram hefur komið í þessu máli, miðað við þá sprengju sem hv. þm. Björn Valur Gíslason (Forseti hringir.) varpaði hér inn í morgun held ég að það sé kýrskýrt að úr þessu verður Alþingi að fá skorið klárt og kvitt.