137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:06]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef nú gott traust á því að þingmenn okkar flokks og flokks hv. þingmanns og annarra hafi gengið vel úr skugga um það áður en þeir afgreiddu málið inn til þingsins að það væri alveg á hreinu að þessir fyrirvarar héldu. Ég held líka að öll tvímæli séu tekin af um það af fulltrúum allra flokka að þessir fyrirvarar eru órjúfanlegur þáttur af ríkisábyrgðinni sem verður ekki frá henni skilinn þannig að ég held að áhyggjur af öðru eigi ekki að vera af efnislegum ástæðum.