137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:10]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Jú, þetta var rætt í nefndinni, mikið rætt, rétt eins og líka var rætt um lagalegu óvissuna sem þessu fylgir. Því þótti eðlilegt að setja inn lagalegan fyrirvara hvað það snertir. Það kom fjöldi aðila fyrir nefndina og ég endurtek það sem ég sagði áðan, að það þótti eðlilegt að setja inn fyrirvara hvað þetta snertir og halda því inni að Ísland hefur raunverulega aldrei viðurkennt greiðsluskyldu sína í þessu máli. Það er einn af þeim fyrirvörum sem er þarna inni varðandi ríkisábyrgðina.