137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:20]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Jú, það þarf að ræða þetta í nefndinni milli 2. og 3. umr., það liggur alveg ljóst fyrir. Umræðan hefur snúist mikið um þetta og ég hygg að það hljóti að verða eitt af þeim atriðum sem verði rædd mikið í nefndinni milli 2. og 3. umr.

Ég vil taka undir með honum um það að menn fylgi hér sannfæringu sinni en ég vil líka leggja áherslu á það sem ég lagði á áðan að það sé mikilvægt að ná um þetta breiðri samstöðu.