137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ef það er eitthvað sem liggur ljóst fyrir eftir 2. umr. er það að sú breiða sátt sem menn vonuðust eftir reyndist tálsýn. Eftir að hafa hlustað á marga þingmenn tjá sig um málið er ljóst að menn líta það mjög mismunandi augum og engin samstaða er um hvernig eigi að túlka fyrirvarana.

Ég tek undir það að mikil vinna er fram undan. Við framsóknarmenn höfum lagt fram frávísunartillögu okkar sem greidd verða atkvæði um á eftir og við vonumst til þess að hún verði samþykkt. Varðandi breytingartillögurnar þá eru þær skref í rétta átt en það liggur fyrir, það er staðreynd að þær verður að skýra betur og ganga skrefinu lengra til þess að þær dugi og til þess að þær þjóni hagsmunum landsins.