137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:42]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er sama með þennan fyrirvara og þann síðasta, þetta er skref í rétta átt, svo sannarlega. En hann er einfaldlega þannig úr garði gerður að orðalagið er það óljóst að harla ósennilegt má telja að það sem hér er lagt til verði að veruleika. Við leggjum til að þessi fyrirvari verði styrktur til mikilla muna þannig að það verði mun líklegra að hann muni þjóna hagsmunum Íslendinga að endingu.