137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:46]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Þessi grein eða breyting ætti í rauninni að vera óþörf með öllu, enda er það hlutverk þeirra sem fara með þrotabú Landsbankans að hámarka endurheimtur og endurheimta allt það fé sem hægt er þar. Og einnig er það hlutverk ríkisstjórnarinnar eða stjórnvalda hverju sinni að tryggja að þeir sem raunverulega bera ábyrgð sæti þeirri ábyrgð. En það er full ástæða í ljósi aðstæðna til að skerpa á þessu og ástæðulaust að leggjast gegn því að það sé gert í frumvarpinu. Við segjum því já.