137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:59]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sýni þessum hæstv. ráðherrum ekki sama skilning og hv. þingmaður gerði hér áðan. Ég tel afar miður að þeir séu ekki hér í dag og það er óvirðing við þingið og í rauninni almenning í landinu sem ég veit að fylgist mjög með þessu máli, hér úti á Austurvelli var gríðarlega fjölmennur hópur að mótmæla.

Ég held að það sé einfaldlega ekki rétt hjá sjálfstæðismönnum að hér sé um algjörlega nýtt mál að ræða vegna þess að það kom mjög skýrt fram í umræðunni áðan að ekki er verið að breyta Icesave-samningunum á nokkurn hátt þó að nokkrir fyrirvarar hafi verið settir við ríkisábyrgðina. Þetta sýnir kannski þá holu samstöðu sem í rauninni ríkir hjá meiri hlutanum, að þingmenn leyfi sér að koma hér og tjá sig út og suður um hvernig þeir túlka þá fyrirvara sem til stendur að (Forseti hringir.) setja.