137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:15]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get bara endurtekið það sem ég sagði áðan, ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki að við stöndum frammi fyrir þeim raunveruleika sem þingmaðurinn lýsti. Ég held að ef breytingartillögur okkar ganga eftir, ef Bretar og Hollendingar — sem er gert að skilyrði — fallast á fyrirvarana sé ólíklegt að þeir mundu síðan snúa sér við og byrja að gjaldfella þetta allt á okkur. Það þætti mér í það minnsta mjög ómaklegt.