137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:20]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Já, við urðum sammála á endanum eins og við var að búast. Þetta er handónýtur samningur og hið furðulegasta mál allt saman og verður verra og verra, eins og hv. þingmaður benti á, þeim mun betur sem maður kynnir sér það. Þess vegna óttast ég að enn fleiri vankantar á þessu máli eigi eftir að koma í ljós á næstu árum ef við sitjum uppi með þennan samning og vonast ég því til að hv. þingmaður verði tilbúinn til þess einfaldlega að fella hann eða a.m.k. að gera viðbótarbreytingartillögur til þess að ganga enn lengra í þá átt sem hv. þingmaður útskýrði, að reyna þó að lágmarka það tjón sem af samningnum leiðir.