137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:26]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vona nú að einhverjir séu einhverju meira nær um það hvað mér finnst um þetta mál eftir lokaorðin í mínu fyrra andsvari.

Ég held að það hafi verið formaður Framsóknarflokksins, hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem sagði að fyrirvararnir væru leið til þess að fella samninginn á kurteislegan hátt og ég tek undir það með þingmanninum. Ég held að við séum að gera það eða að koma með gagntilboð, vegna þess að þetta er ekki sami samningur. Ég ítreka það.

Við erum að ræða hér einhliða, sagði þingmaðurinn, hvort fyrirvararnir haldi, en með seinustu breytingartillögunni um að Bretar og Hollendingar verði samþykkja þá, erum við ekki bara að ræða málið einhliða heldur verðum við að fá niðurstöðu frá þeim um það. Það tel ég vera algjöra nauðsyn og tek undir með þeim í Indefence-hópnum, sem hafa beitt sér mikið í þessu máli, að það er alger (Forseti hringir.) forsenda fyrir því að þessir fyrirvarar hafi eitthvert gildi.