137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:43]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir ræðu hans hér. Mig langar til að beina til hans sömu spurningu og ég beindi til hv. þm. Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Ég ætla ekki að ræða um hvort fyrirvararnir haldi eða ekki því að ég hef efasemdir um það, eins og hefur komið fram í ræðum mínum.

Segjum sem svo að fyrirvararnir haldi og Bretar og Hollendingar samþykki þessa fyrirvara með þeim skilyrðum sem þingið hefur sett og má segja að fyrirvararnir séu svo strangir að það má eiginlega segja að á góðum degi þurfi Íslendingar nánast ekkert að borga. Svo er kominn fyrirvari um að fella eigi niður skuldirnar árið 2024 ef ekki vill betur til.

Samþykki Bretar og Hollendingar þessa fyrirvara og með þeim þrengingum sem þeir leiða af sér, telur þá ekki þingmaðurinn stórkostlega hættu felast í því að Bretar sjái sér leik á borði og (Forseti hringir.) gjaldfelli samningana innan sjö ára áður en ríkisábyrgðin tekur gildi?