137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:49]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta mál verður aldrei á ábyrgð sjálfstæðismanna. Það sem við gerðum, og við höfðum valkosti sem stjórnarandstaða, var annars vegar að reyna, ásamt skynsemisöflum innan ríkisstjórnarflokkanna og öðrum í stjórnarandstöðunni var að breyta málinu eða þá bara að láta þetta algjörlega eiga sig.

Ef við hefðum ekki farið í þessa vegferð sætum við uppi með frumvarp sem verið væri að samþykkja vegna þess að ríkisstjórnin hefur þingmeirihluta. Það er alveg ljóst að límið í ríkisstjórnarflokkunum er þó það sterkt, þó að þeir séu ekki sammála um nein málefnaleg atriði einu sinni hvað þetta varðar tel ég að það sé samt einhvers konar guðsblessun fyrir þjóðina að þeir séu við völd og þeir muni gera allt til þess að halda völdum. Það hefði því verið mikill ábyrgðarhluti að breyta þessu ekki.

En við berum ekki ábyrgð á þeim samningi sem ríkisstjórnin gerði, það gerum við ekki og (Forseti hringir.) munum aldrei gera.