137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:55]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er óneitanlega athyglisvert, verð ég að segja, 400 milljarðar er gríðarleg há fjárhæð. Það sem ég vildi hins vegar benda á er að samkvæmt tilskipuninni, ef hún er túlkuð eins og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Lárus Blöndal hæstaréttardómari gerðu, værum við í rauninni bara að borga 16 milljarða, ekki um 800 milljarða eins og nú er gert.

Vegna þess að það kom fram í máli þingmannsins að þeir fyrirvarar sem nú ætti að setja ættu í rauninni að spara Íslendingum stórar fjárhæðir, (Gripið fram í.) skal á margan hátt tekið undir það. Við erum engu að síður að borga langt umfram það sem 20.887 þús. evrurnar segja til um. Til að mynda erum við að taka á okkur vexti upp á 24 milljarða, hvorki meira né minna, umfram skyldu.