137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þær breytingartillögur sem 2. minni hluti framsóknarmanna leggur til eru allar þær marki brenndar að þær styrkja og skýra þá fyrirvara sem meiri hlutinn hefur og mun samþykkja hér á eftir. Ekki er gengið sérstaklega langt en það er alveg öruggt að hagsmunum Íslendinga er betur borgið ef breytingartillögur 2. minni hluta verða samþykktar.

Ég vil taka það fram að á tímabili var meiri hluti á Alþingi fyrir því að þessar breytingartillögur yrðu samþykktar. Sú samstaða rofnaði, því miður. Ég mun segja já við þessari breytingartillögu og harma að hún muni verða felld.